Vatnajokull.com
Álfaheiði 1E
200 Kópavogur, Iceland
Tel: +(354) 564-6452
e-mail
langjokull@vatnajokull.com
|
Langjökull
Annar stærsti jökull landsins, 950 km2
og eru þá ekki taldir með Þórisjökull
og jökull á Hrútafelli. Hæsta bunga hans
er 1.355 m en annars er mikið af jöklinum í 1200
til 1300 m hæð.
Langjökull hvílir á
móbergshásléttu og virðist vera skiptur
í tvö jökulhvel og hallar frá þeim
báðum. Ýmis fell og fjöll eru í jökulröndinni.
Á austurhliðinni eru Jarlhettur syðstar, tindóttur
móbergshryggur. Norðar er Skriðufell við Hvítárvatn
og Leggjabrjótur með Sólkötlu nokkru norðar
og síðan tindar vestur af Hrútafelli og Þjófadölum.
Má þar nefna Fjallkirkju (1.228 m) vestur af Hrútfelli
og Hyrning (1.330 ), nokkru ofar í jöklinum. Austan
við Fjallkirkju stendur eitt af sæluhúsum Jöklarannsókarfélagsins,
reist 1979. Suðvestan og austan í hæstu bungu jökulsins
eru tindarnir Þursaborg (1.290 m) og Péturshorn. Að
norðanverðu rísa Jökulstallar upp frá
jafnsléttu Fljótsdraga upp að jökulrönd
en suðvestan þeirra eru eldvörp þau tvö
(751 og 754 m) sem Hallmundarhraun er frá komið. Sunnar
og vestar er Hafrafell en sunnan jökulsins Hagafell. Sérstakir
hlutar hafa sín eiginnöfn svo sem Geitlandsjökull
vestast, sunnan við hann er Þórisdalur er skilur
Þórisdal frá Langjökli. Norðurhvelið
hefur verið kallað Bald- eða Balljökull.
Þursaborg og geilin. Þurs á
veldisstóli horfir suður yfir Langjökul.
Eiríksjökull í baksýn
|
Allmargir skriðjöklar ganga út frá Langjökli.
Mestir eru þeir tveir er falla hvor sínum megin Hagafells.
Norður og Suðurjökull ganga niður að Hvítárvatni.
Flosajökull liggur niður í Flosaskarð og Þrístapajökull
fellur ofan í Jökulkrók gengt Þrístapafelli
sem er móts við norðurenda Eiríksjökuls
og litlu nær honum en Langjökli.
Minna vatn rennur frá Langjökli ofanjarðar en vænta
mætti eftir stærð hans og úrkomumagni á
þessu svæði. En neðanjarðar rennur frá
honum mikið vatn suður í Brúará og
Þingvallavatn, suðvestur í Reykjanesfjallgarð
og niður í Borgarfjörð og á Arnarvatnsheiði.
Talið er að heita vatnið á þessu svæði
sé frá honum komið.
|
Halldór Guðmundsson og GMC á Langjökli, föstudaginn
langa 2002 Geitlandsjökull í baksýn
|