Vatnajokull.com
Álfaheiði 1E
200 Kópavogur, Iceland
Tel: +(354) 564-6452

e-mail langjokull@vatnajokull.com


Langjökull

Föstudaginn langa, 29. mars 2002 var haldið í dagsferð á Langjökul með hluta af Seingagenginu. Lagt var frá Reykjavík rúmlega 9 og haldið á Þingvelli. Þaðan var farið yfir Lyngdalsheiði þaðan var stefnt í norður vestan Kálfstinda yfir Þjófahraun sunnan Skjaldbreiðs. Farið austan meginn Skjaldbreiðs og stefnt beint í norður á Skersl en þar er fjallaskálinn Slunkaríki. Þaðan var farið upp á Langjökul austan Geitlandsjökuls og haldið aðeins upp á hásléttuna. Þaðn var farið niður í og versnaði veður mjög. Keyrt framhjá Þjófakrókum, stoppað við Jaka, hjá ferðaþjónustuinni Langjökli og komið niður í Húsafell. Á leiðinni sáum við þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF á leiðinni upp í Þursaborg en þar varð slys. Jeppi féll niður 40 metra ofan í geil sem er þar. Allt fór þó vel. Við mættum 4 björgunarsveitarbílum á leiðinni og leið ekki vel en þyrlan gat ekki lent á Langjökli vegna veðurs.

Stoppað á Þingvöllum
GMC jeppin hjá Halldóri Guðmundssyni í forystu, síðan kemur Gísli Göslari, Sigurþór á Rocky og Eiríkur á GMC. Alls 12 manns á öllum aldri.

 

Búðir Íslenskra ævintýraferða
Hér eru aðalstöðvar vetrarferða Íslenskra ævintýraferða á Lyngdalsheiði, Bragabót, milli Kálfstinda og Hrafnarbjargar. Hundarnir geltu mikið þegar þeir voru í keðjunni en steinþögðu þegar búið var að tengja þá við sleðana.

 

Laugavegurinn! Skjaldbreið framundan
Mikil umferð var frá Lyngdalsheiði, þarna var gengi frá Þorlákshöfn.


Þjófahraun
Þessi Willis 1955 bættist við í hópinn á leiðinni. Þjófahraun er í baksýn.

 

Halldór Guðmundsson á GMC dregur Rocky úr krapa
Í hrauninu sunnan Skjaldbreiðs er mikið af ám og vötnum í hrauninu. Þega lítið frost er þá þyngist færið og algengt að lenda í krapa. Bílar geta "kíttast" vel niður.


Nissan Patrol kíttaður niður í krapann
Hér þurfti aðstoð tveggja jeppa við að ná Patrolnum upp.


Ingi Þór í Karlaríki
Ingi Þór Halldórsson var vel búinn en þegar komið var yfir línuveginn sunnan Skjaldbreiðs kyngdi niður snjó. Næsti áfangi var Slunkaríki.


Særún í Kvennaríki
"Mér fannst skemmtilegt og það var bara gaman en fannst þetta vera svoldið langt, þegar ég datt í þennan poll, varð mér kalt, mjög mikið.
Gaman þegar ég var að borða og vera góð við Inga Þór. Leiðinlegast þegar við Ingi Þór vorum að rífast. Hitt var skemmtilegt.

Mér fannst Langjökull lang skemmtilegastur. Gaman að leika sér við Inga Þór og dúkkuna, drekka vatn og borða kex.
Veðrið var slæmt og ekki gaman, alltaf verið að draga og draga. Alltaf jeppar að festast. Festust af því að það var svo mikill blautur snjór.

Skemmtilegast væri að fara aftur t.d. á Stuttjökul eða einhver annan."


Krapi
Þessi á var helsti farartálminn, hér festust margir bílar í krapa og þurftu aðstoð.


Slunkaríki
Fjallaskáli austan Þórisjökuls.


GMC á Langjökli, Klakkur í baksýn
Stopp á Langjökli. Klakkur er í bakgrunni, fjall sem skerst í suðurjökul Langjökuls. Austan hans er Vestri-Hagafellsjökull.


Halldór Guðmundsson og GMC, Geitlandsjökull í baksýn
Geitlandsjökull (1.395 m) er myndarlegur jökulkollur á suðvesturhorni Langjökuls fyrir ofan Geitland í Borgarfirði. Þórisjökull hafði einnig þetta nafn á fyrri hluta 20. aldar.


Sögumaður á Langjökli, Særún fammí
Þá er búið að koma á Langjökul, 3/13 af verkefninu búnir.


TF-LÍF á Húsafelli
Ekki tókst þyrlunni að lenda við Þursaborgir á Langjökli og sækja tvo menn sem fóru niður 40 m. Síðar á leiðinni, nálægt Reykholti mættum við 3 vel búnum björgunarsveitarbílum frá OK, það var frekar óhugnanlegt.