Vatnajokull.com
Álfaheiði 1E
200 Kópavogur, Iceland
Tel: +(354) 564-6452

e-mail myrdalsjokull@vatnajokull.com


Mýrdalsjökull
Jökulhvel (1.493 m) og 595 km2. Frá honum teygjast ýmsir skriðjöklar og sá sem gengur lengst niður syðst er Sólheimajökull en til austurs er Kötlujökull mestur. Undan Mýrdalsjökli falla ýmis meiri háttar jökulvötn, þar á meðal ýmsar þverár Markarfljóts , ennfremur Jökulsá á Sólheimasandi, Múlahvísl og Hólmsá (Leirá).
Í Mýrdalsjökli suðaustanverðum eru eldstöðvar Kötlu. Nýjustu rannsóknir þykja benda til að undir jöklinum hafi verið eldkeila sem fallið hafi í sjálfa sig og þá myndast geysimikið ketilsig, um 10 km í þvermál, líkt og Askja í Dyngjufjöllum. Talið er að Katla sé ekki ein gosstöð heldur séu fleiri gosstöðvar, jafnvel sprungur í sigkatlinum og að Kötlugjá sé dýpsta skarðið út úr katlinum.
Katla hefur að jafnaði gosið á 40-80 ára fresti. Brýst hún þá í ógurlegum hamförum undan jöklinum, bræðir hann á stóru svæði og orsakar feiknaleg vatnsflóð sem flæmast með jakaburði suður um alla Mýrdalssand.
Heimildir geta um 16 gos í Kötlu en sennilega eru þau um 20. Kötluhlaup sm kom árið 1311 hefur verð kallað Sturluhlaup. Það tók af marga bæi í svonefndu Lágeyjarhverfi og drukknaði allt folk, að því er munnmæli herma, nema einn maður, Sturla að nafni. Hljóp hann með barn í vöggu upp á ísjaka og barst á honum út til hafs. Seinna rak jakann að landi og þau björguðust bæði.
Síðast gaus Katla árið 1918 en olli ekki miklu tjóni.
http://www.raunvis.hi.is/~mtg/myrdj.htm


Myndin sýnir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli í 2. desember 2001
heimild: mbl.is