Við urðum hvorki blind né ringluð eftir ferð
á Snæfellsjökul 1. apríl 2006.
Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi
1752-1757 segir.
$422. Menn töldu fyriræltun okkar, að ganga á
jökulinn, fullkomna fífldirfsku. Það var
meira að segja talið með öllu ókleyft
af ýmsum sökum. Í fyrsta langi væri leiðin
svo löng og fjallið bratt, svo að ókleyft
væri, í öðru lagi væru sprungurnar
í jöklinum ófærar yfirferðar öllum
mönnum, og loks var fullyrt, að menn yrðu blindir
af hinu sterka endurskini sólarljóssins á
jöklinum. Enn fremur var okkur sögð sú saga,
að tveir enskir sjómenn hefðu fyrir mörum
hundruðum ára reynt að ganga á jökulinn.
Þeir hefðu að vísu komizt alla leið upp,
en þá hefði annar þeirra orðið
blindur og orðið þá svo ringlaður, að
hann rataði ekki aftur niður, og hefir ekki til hans spurzt
síðan. Hinn Englendingurinn var því gætnari,
að hann lét slátra kind, áður en
hann lagði af stað. Hann tók blóðið
með sér í belg og lét það drjúpa
í slóð sína á jöklinum. Þetta
varð til þess, þótt hann að vísu
yrði blindur, að hann gat rakið förin aftur niður
eftir, því að hann gat greint rautt frá
hvítu allt um blinduna. Hátindi jökulsins náði
hann þó ekki.
7 Tinda ferð
Þessi ferð var fyrsta ferð í 7 Tinda verkefni
Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Hópurinn
samanstóð af 12 fjallgöngumönnum auk farastjóra
Leifs Arnar Svavarssonar. Konur voru í meirihluta leiðangursmanna,
sjö talsins.
Lagt af stað uppúr klukkan átta frá
Höfuðstaðnum.Átta manns auk farastjóra.
Komið að Stapafelli (526 m) kl. 11. Þar bættust
við fjórir leiðangursmenn. Frost -2 gráður.
Lagt upp Jökulháls og stoppað við stóran
skafl sem lokaði fjallveginum. Þar hafði Snjófell
aðstöðu með vélsleða og snóbíla.
Ekki sást í Snæfellsjökul, hann var umvafinn
skýi en vindur kom frá NNA og var 14 m/s á
Gufuskálum.
Uppganga í 420 metrum hófst kl. 11.15. Þá
var frostið komið í fimm gráður. Framundan
var rúmlega 1.000 metra hækkun og 5 km ganga.
Í 500 metra hæð sást í skíðalyftur
Snjófells og fórum við nokkru sunnan þeirra.
Framundan var nokkuð brött hlíð og endaði
gangan í skjóli við ónefndan hrygg sem
sífellt er að verða stærri í 1200
metrum. Sáum Þríhyrning á vinstir hönd
en greinum ekki Hyrningsjökul. Eftir það var létt
ganga á formfögru eldfjalli. Sprungur sáust
en þær voru þröngar 5 til 10 sentimetrar.
Mikill kuldi var á nú kominn og hætta á
kali. Líklega mezti kuldi sem ég hef lent í.
En ég var vel klæddur, föt í fjórum
lögum.
Eins og sjá má þá var heiðskýrt
á Eyjafjallajökli.Rakinn farinn úr háloftum. |
Eftir tæplega þriggja tíma jökulgöngu
komum við að Miðþúfu (1.446 m). Það
var snjór á hryggnum og því gekk vel
að príla upp 40 metra. Þar var skjól fyrir
köldum vindinum. Ekki sást niður í gígbarminn.
Klukkan var þá 13.50. Nokkrir gengu svo fyrir þúfuna
og komust á toppinn.
Þegar ég var á toppnum sendi ég strauma
á Highbury og Arsenal sigraði Aston Villa 5-0.
Á niðurleiðinni var hægt að renna sér
niður 700 metra langa brekkuna og æfa sig í að
stoppa með ísöxi. Legghlífar komu að
góðum notum. Myndavélin Canon A70 stóð
sig vel í kuldanum. SMS hægt að send á
láglendi.
|
Komum niður að bílum kl. 15.30. Héldum
heim á leið og sáum sinubruna á
Mýrum.
(Mynd: vedur.is)
|
Skjámynd í Skyline forriti sem sýnir jökulinn.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson
Þeir félagar Eggert og Bjarni gengu á Snæfellsjökul
1. júlí 1753 en til forna hét jökulinn
einungis Snjófell og talinn vera hæsta fjall á
Íslandi. Þeir höfðu með sér loftvogir,
áttavita kvikasilfursmæli. Einnig sterka taug og
slæður fyrir augun og njarðarvött.
Þeir Eggert og Bjarni mældu t.d. hæð Jökulsins
árið 1753 og töldu hana vera 2154 m (6862 fet).
Við mælingu, sem gerð var 1804, var komist nær
því rétta, en þá taldist mönnum
hæðin vera 1436 m. Það var loks árið
1910, að herforingjaráðið danska gerði
þá mælingu á hæð hans, sem
gilt hefur til þessa, 1446 m (4609 fet).
Jökullinn er gamalt keilulaga eldfjall og talinn vera eitt
formfegursta fjall landsins. Í toppi hans er heljarmikill
gígur eða öllu heldur lítil askja, að
mestu full af jökulís. Úr gíg þessum
hafa komið mikil þeytigos fyrr á öldum og
hafa fylgt þeim mikil vatnsflóð blönduð
sandi og vikri, þegar ísinn hefur skyndilega bráðnað
við hitann. Hafa minjar fundist um ein þrjú slík
gos á síðustu tíu þúsund
árum. Það síðasta varð fyrir u.þ.b.
1750 árum. Þrír tindar, sem prýða
koll Jökulsins, hinar svo nefndu Þúfur, eru
miklir bergstandar á austur- og suðurbrún gígsins
og hafa e.t.v. orðið til í síðsta gosinu.
Hæst er Miðþúfan (1446 m), snarbrött
og erfið uppgöngu, þegar harðfenni er. Suðaustan
í henni er mikið standberg, sem oftast er hulið
ís og snjó fram á sumar. Eru ísmyndanir
þar oft fagrar og stórfenglegar á að líta,
þegar gengið er á Jökulinn snemma vors.
Norðurþúfan (1390 m), sem er allmiklu lægri,
er mjór klettastapi, sem er einnig oftast hulinn ísi
langt fram á sumar. Vesturþúfan (1442 m) er
bunguvaxin og alltaf hulin jökli og snjó. Gígurinn
er skeifumyndaður og opinn til norðvesturs, en umgirtur
snarbröttum jökulveggjum að sunnan og austan.
http://www.budir.is/budir/islenska/natturan/snaefellsjokull/view.aspx.htm
Flatarmál er 11 km2, Hlíðarjökull.
|
Snæfellsjökull (Mynd: Oddur Sigurðsson)
Önnur helstu kennileiti á Jöklinum eru Þríhyrningur
(1191 m) út úr austurbrún hans og Sandfell
(1217 m), hár móbergshnúkur út úr
jöklinum að vestanverðu við gígskálina.
Þríhyrningur er hár hnúkur nokkuð
flatur að ofan með þremur hornum og oftast snjólaus,
þegar líður á sumar. Niður af honum
teygja sig grýttar jökulöldur eða rákir,
sem einnig verða fljótt auðar, þegar líður
á vorið. Þar er því oft góð
uppgönguleið, þegar snjór er gljúpur.
Ummál Snæfellsjökuls er mælt út
frá Hyrningsjökli, sem gengur út úr
jökulhettunni hægra megin á myndinni.
"Snæfellsjökull hefur þynnst og lækkað
verulega á síðustu sjö árum. Ummál
hans hefur þó ekki minnkað ýkja mikið
en Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá
Orkustofnun, segir viðbúið að á næstu
árum muni jökullinn hopa talsvert og það
muni að öllum líkindum gerast hratt.
Jöklarannsóknarfélagið hefur fylgst grannt
með stærð Snæfellsjökuls í um
70 ár. Skv. mælingum félagsins hopaði
jökulinn um 1 km á árunum 1930-1970 en næstu
25 árin skreið hann fram um 200 metra. Frá 1996
hefur hann hopað aftur um 50 m. (mbl.is 21. ágúst
2002)
Snæfellsjökull séður frá Landsat
gerfitungli (Landmælingar)
|