Áttundi stærsti jökull landsins, 32 km2. Þórisjökull
nær 1350 metra hæð. Kaldidalur, gömul þjóðleið
liggur á milli Þórisjökuls og Ok.
Í árbók FÍ 2004 er Þórisjökull
nefndur Geitlandsjökull syðri. Nafnið er komið
af Þórisdal sem er þrír dalir, eða
ein dalþröng. Dalurinn skiptist í austur, vestur
og miðdal. Útilegumenn höfðust við í
Þórisdal. Meðal annars Þórir þurs
ásamt dætrum sínum og Grettir sterki bjó
þar í einn vetur. Ýmsir mætir menn komu
í Þórisdal eða Áradal. Sumarið
1664 fundu prestar tveir sr. Helgi Grímsson og sr. Björn
Stefánsson dalinn. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson
freistuð þess að ganga í Þórisdal
í ágústbyrjun 1753 en sáu lítið.
Björn Gunnlaugsson stærðfræðingur og
kortagerðamaður kom honum á kort 1835. Björn
Ólafsson kom í austasta dal Þórisdals
1918, og uppnefndi í þeirri ferð Geitlandsjökul
(syðri) og kallaði "Þórisjökul"
og hafa ýmsir í ógáti fylgt því
síðan, þar á meðal kortagerðamenn.
Jökullinn virðist vera kallaður "Skjaldbreiðarjökull"
í sóknarlýsingu Þingvallarsóknar
1840, en Geitlandsjökull kallast báðir jöklarnir
í sókarlýsingu Reykholts- og Stóra-Ássókna
1842.
|