Vatnajokull.com
Álfaheiði 1E
200 Kópavogur, Iceland
Tel: +(354) 564-6452

e-mail myrdalsjokull@vatnajokull.com


Torfajökull


Jökulhvel (1.190 m) um 15 km2. Víða skyggja fjöll á hann frá alfaraleiðum svo að lítt sér til hans, einkum að norðanverðu. Ýmsar kvíslar falla frá Torfajökli til Markarfljóts og þangað liggja einnig efstu drög Hólmsár. Auðvelt er að ganga á Torfajökul og sjálfur er jökullinn greiðfær þegar upp er komið og útsýn mikil af hæstu bungu hans. Svæðið umhverfis Torfajökul er eitt hið fegursta og fjölbreytilegasta á landinu. Fjöll eru þar öll úr líparíti, furðubreytileg að formi og litum. Þar eru mörg hrafntinnuhraun, hin einu á landinu. Hafa þau orðið til eftir ísöld og sum eftir landnám. Á síðasta jökulskeiði hefur orðið þar mikið öskjusig. Takmarkast útbreiðsla hraunanna við öskjubarmana.
Jarðhitasvæði mikil eru við Torfajökul og er talið að þar sé mesta háhitasvæði landsins, 100 km2 , og liggja þau öll innan umræddrar öskju. Mest er um brennisteins- og leirhverir en þó eru laugar nokkrar. Ýmsar eldstöðvar eru í grennd við Torfajökul og skammt er til Heklu og Eldgjár.
Þar er einnig stærsta askja landsins um 18 km löng og 13 km breið. Torfajökull er á suðausturrima hennar. Þar hafa orðð mörg gos á nútíma, síðast um 1480.

Á fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags 29. október 2001 fjölluðu jarðfræðingarnir Guðmundur Ó. Friðleifsson og Magnús Ólafsson og Ragna Karlsdóttir um jarðfræði- og jarðhitarannsóknir Orkustofnunnar.

Ragna greindi frá TEM viðnámsmælingum, háviðnám (+240°) og lágviðnáms. Þarna eru tvö háhitasvæði og stærð þeirra um 400 km2 en Krafla er um 60 km2 og Hengill um 100 km2

Magnús greindi frá hitarannsóknum í hverum. Hiti 340° í Torfajökli. Á Torfajökulssvæðinu eru gufuhverir 320°, leirhverir um 100° og ölkeldur 20°
Mikil bráðnun á jöklinum, nýir hverir og íshellar að koma í ljós.

Guðmundur lýsti jarðsögu svæðisins og elsta berg 700.000 ára. Nýlokið er við að kortleggja svæðið í hlutföllunum 1:20.000. Þar kemur fram að tvær eða fleiri öskjur eru á svæðinu.

Nafnið á Torfajökli er komið af Torfa í Klofa.
" Ekki er þess getið hversu lengi Torfi hafi verið í jöklinum er síðan dregur nafn af honum og er kallaður Torfajökull. Það er sagt að þegar Torfi fór að flytja aftur úr jöklinum til byggða hafi nokkur af hjúum hans ekki viljað fara úr dalnum, hafi hann og látið það eftir þeim og gefið þeim húsabæ sinn eins og hann stóð.

Síðan hefur það verið haft fyrir satt allt til skamms tíma að í Torfajökli væru útilegumenn og hafi ferðamenn er farið hafi fjallabaksveg austur í Skaftafellssýslu af Rangárvöllum sunnan undir Torfajökli þótst kenna reykjareim af jöklinum með norðanátt líkan því er skógarviði væri kynt. Það var og trú manna að þessir útilegumenn yllu illum heimtum á sauðfé af afréttum er ósjaldan hafa að borið.

En fyrir fáum árum er það staðreynt að eitthvað veldur annað illum heimtum en útilegumennirnir í Torfajökli því Landmenn tóku sig til og könnuðu Jökulgilið og komust svo langt inn í gilið að þeir sáu að dalurinn var allur orðinn fullur af jökli og óbyggilegur og því allsendis ólíkur því sem sagan segir að hann hafi verið á dögum Torfa."
http://www.ma.is/nem/skotta/sogur/g_torfi.htm


Sunnan til í þeim afrétti er jökull einstakur og veit annar endi í austur, en hinn í vestur. Hann er í fullt austur af Heklu eða lítinn mun sunnar. Þangað stefndi Torfi með skuldalið sitt og flutninga. Hann hélt austur með jöklinum norðanverðum þangað til hann kom að kvísl þeirri er Námskvísl heitir. Hún rennur úr jöklinum norður í Tungnaá. Með kvísl þessari var frjóvsamt land og fagurt og lá gras í legu. Torfi hélt upp með kvíslinni og eftir gili því er hún féll úr og heitir það nú Jökulgil; þar fór grasið að þverra og verða grýtt með kvíslinni. http://www.snerpa.is/net/thjod/torfi.htm