Vatnajokull.com Álfaheiði 1E 200 Kópavogur,
Iceland Tel: +(354) 564-6452
mailto:info@vatnajokull.com
|
Vatnajökull
Mesti jökull landsins og eitt víðáttumesta
jökulhvel jarðar, utan heimskautalandanna. Flatarmál
hans ásamt skriðjöklum er um 8.300 km2. Vatnajökull
er talinn um 3300 km3 og því að meðaltali um
400m þykkur. Mesta þykkt hans er um 1000 m. Undir jöklinum
er bungótt háslétta og dalir á milli.
Hæð Vatnajökuls er víðast 1400-1800 m
en undirstöðurnar sem hann hvílir á 600-1000
m.
Á jöðrum Vatnajökuls eru fjöll og tindar
sem gnæfa yfir jökulhvelið, Þverártindsegg
(1.544 m) og Birnudalstindur (1.406 m) að sunnan, Kerlingar
(1.339 m) og Hamarinn (1.573 m) að vestan, Kverkfjöll (1.933
m) að norðan og Grendill (1.570 m) og Goðaborg (1.425
m) að austan. Suður frá Vatnajökli gengur Öræfajökull,
sérstakt jökulfjall með hæsta tind landsins,
Hvannadalshnjúk (2.119 m). Hæsta bunga innan Vatnajökuls
er norðurendi hans, Bárðarbunga (2.010 m). Upp úr
jökulbreiðunni standa nokkur fell og fjallgarðar. Helst
þeirra eru Pálsfjall, Þórðarhyrna,
Grímsfjall, Esjufjöll og Mávabyggðir. Helstu
bungur eru Bárðarbunga og Háabunga vestan til
og Breiðabunga nokkru austan við miðjan jökul.
Báðum megin Breiðubungu er slakkar í jökulinn
og hefur vestari slakkinn verið kallaður Norðlingalægð.
Margir skriðjöklar ganga frá Vatnajökli. Fara
þeir smálækkandi og breiðast oft út
við rætur undirfjallana. Allir vestari skriðjöklarnir
eru flatvaxnir og breiðir og sæmilega greiðfærir
en austurjöklarnir er brattir daljöklar. Að sunnanverðu
enda skriðjöklarnir í 10-100 m hæð en
í 700-800 m hæð að norðan. Flestir þessir
skriðjöklar hafa styst verulega og þynnst á
síðustu áratugum. Hjarnamörk eru um 1100
m að sunnan, 1200 m að vestan og 1300 m að norðan.
Skriðjöklar ganga fram úr dölum og lægðum.
Mestir þessara dala eru Breiðamörk undir Breiðamerkurjökli
og Skeiðarárdalur undir Skeiðarárjökli.
Hafa dalir þessir verið mýrlendi áður
en jökull lagðist yfir þá.
Verulegur hluti hálendis þess sem Vatnajökull
hvílir á er lægri en hjarnmörk eru nú
og ef jökullinn hyrfi mundi nýr jökull ekki safnast
nema á hábungurnar.
Oft hafa verið eldsumbrot í Vatnajökli en heimildir
um þau frá fyrri öldum eru óljósar.
Talið er að rekja megi amk. 50 eldgos eftir landnám
til Vatnajökuls en gos þar eru væntanlega mun fleiri.
Í Grímsvötnum er eitt stærsta jarðhitasvæði
landsins. Þaðan falla jökulhlaup niður á
Skeiðarársand og hafa hlaupin flæmst vítt
um sandinn.
Oft var Vatnajökull, eða amk. nokkur hluti hans, nefndur
Klofajökull. Þá er hann í annálum
oft nefndur Austurjöklar. Löngum var fáförult
um jökulinn. Þjóðsagan um Grímsvötn
gæti þó bent til einhverra mannaferða þangað.
Þá er talið víst að norðlenskir
vermann fóru til sjóróðra suður yfir
jökul til Hornafjarðar og Suðursveitar. Fóru
þeir um Norðlingalægð (sem er nýnefni)
en annars austar. Talið er að verferðir að norðan
til Suðursveitar hafi lagst niður eftir 1575 en þá
drukknuðu þar á góuþrælum 93
menn flestir Norðlendingar. Sagnir eru um að Suðursveitungar
hafi farið til grasa norður að Snæfelli og skjalfest
er að Skaftafellsbændur áttu rétt til hrossagöngu
í Mörudal og Möðrudalsmenn skógarhöggsítak
í Skaftafellsskógi. Þótt ósennilegt
sé að þessi ítök hafi verið notuð
gætu þau samt bent til einhverrra samgangna yfir þveran
jökul. Sveinn Pálsson getur sagna er hann hafði
heyrt um að smalarnir í Skaftafelli og Möðrudal
ættu gagnkvæmt tilkall til rúma í skálunum
á bæjunum. Einnig getur hann sagna um hrísknipi
og skeifu sem fundist hafi við jökuljaðarinn við
Miðfellstind og einnig um vegabætur á klöpp
þar innfrá.
Fyrsta ferð yfir Vatnajökul, sem fullar heimildir eru um,
er ferð Englendingsins W.L. Watts árið 1875. Lagði
hann upp frá Núpsstað og kom af jökli hjá
Kistufelli eftir 12 daga ferð. Fylgdu honum 5 Íslendingar
og meðal þeirra var Páll Pálsson jökull.
Árið 1919 fóru Svíarnir H. Wadell og E.
Ygberg fyrstu eiginlegu rannsókarferðina um sunnanverðan
Vatnajökul. Fundu þeir Grímsvötn í
þeirri ferð.
Árið 1934 verða tímamót í rannsóknarsögu
Vatnajökuls. Þá varð eldgos í Grímsvötum
og fóru þeir fyrstir til eldstöðvana Jóhannes
Áskelsson jarðfræðingur og Guðmundur Einarsson
frá Miðdal.
Jöklarannsóknarfélag Íslands var stofnað
22. nóvember 1950. Fyrsta verkefnið sem félagið
beitti sér fyrir var þykktarmæling Vatnajökuls.
Fransk-íslenskur leiðangur var við mælingar
á jöklinum í mars og apríl 1951. Að
honum stóðu Rannsóknarráð ríkisins
og Grænlandsleiðangur P.E. Victor - Expéditions
polaires Graccaises - sem var við þykktarmælingar
á Grænlandi á þessum arum. Farið var
upp Breiðamerkurjökul. Samkvæmt mæliniðurstöðum
hvílir aðaljökullinn á hásléttu
sem er framhald Brúaröfæfa til suðvesturs
og svipuð þeim að hæð, 600-800 m en á
nokkrum hluta Brúarjökuls virðist landið undir
jöklinum jafnvel vera lægra en fjalllendið norðan
hans. Þar yrði stöðuvatn ef jökullinn hyrfi.
Síðan 1953 hefur Jöklarannsóknarfélagið
gengist fyrir fjölda ferða um jökulinn, bæði
til rannsókna og skemmtunar. Jafnan er haldið á
jökulinn í Tungnárbotnum. Þar hefur hann
verð sæmilega sléttur og greiðfær snjóbílum.
Vorið 1955 kom félagið sér upp bækistöð,
um 3 km frá jökulrönd, og öðrum stærri
skála 1965. Staðurinn hlaut nafnið Jökulheimar.
Nú (1989) eru skárlar félagsins á og
við Vatnajökul orðnir 8 að tölu. Tveir á
Grímsfjalli en hinir eru í Kverkfjöllum, á
Goðahnjúkum, í Esjufjöllum og á Breiðarmerkursandi.
Á hverju vori mæla jöklamenn vatnsbæð
í Grímsvötnum til þess að geta aðvarað
landsmenn um Skeiðarárhlaup.
Á síðari arum hafa farið fram umfangsmiklar
rannsóknir á Vatnajökli á vegum Raunvísindastofnunar
Háskólans, Landsvirkjunnar og Jöklarannsóknarfélags
Íslands. Gerð hafa verið kort af yfirborði og
botni jökulsins og lýst rennsli íss og vatns
að jökullónum og fallvötnum á jarðhitasvæðum
undir jöklinum.
Á seinni arum hafa skemmtiferðir mann um Vatnajökul
færst í vöxt. Ferðast er á vélsleðum,
jeppum og snjóbílum. Einnig hefur aukist að folk
efni til gönguferða um jökulinn.
http://www.raunvis.hi.is/~oliverh/vatnajo/index.html
Frá Bárðarbungu kemur Köldukvíslarjökull.
Loftleiðaflugvélin Geysir fórst 14. sept. 1950.
Undir Bárðarbungu er askja 80 km2 og botn hennar í
1100 metrum en nær hæst 1.850 m.
http://hydros.csi.uoregon.edu/~emilie/FieldG/FieldG.html
http://ridge.oce.orst.edu/meetings/IceSeis2001/fieldtrip.html
Í ríki Vatnajökuls
Eftir Hans W:son Ahlmann sem fór í rannsóknarleiðangur
vor og sumar 1936 kemur fram að Vatnajökull var 8.700
km2, ársmeðalúrkoma um 4.000 mm (bls 47).
|
|