Teng
efni:
Reykjafjörður
Ferðast
á Vestfirði
Seinagengið
Heimildir
|
Drangajökull
Veðurspáin
bauð uppá él og það var skýjað
yfir Veiðileysu. Seinagengismeðlimir ákváðu
samt að gera tilraun og vona að hann rifi af sér
þegar upp var komið. Við höfðum heyrt af
hóp sem fór á föstudagin langa og færið
var í lagi en lélegt skyggni.
Það er hægt að komast upp á heiðina
á nokkrum stöðum, auðveldast er að fara
upp hjá Veiðileysuhálsi og feta sig inn eftir
Reykjarfirði og koma upp Búrfellshæðir. Þegar
jeppamenn koma niður fara þeir norðan meginn Búrfells
og niður Breiðadal. Við ákváðum
að fara upp Breiðadal og fylgja förum sem voru þar
fyrir. Þegar horft er á þessa leið á
Íslandskortinu í Ráðhúsi Reykjavíkur
er hún mjög brött og ótrúlegt að
jeppar komist þar upp en þetta er þekkt vélsleðaleið.
Búnaður jeppanna var góður enda vanir menn
á ferð. GPS tæki eru í jeppunum og talstöð.
Eins eru NMT farsímar í eigu flestra. Það
sem gerir jeppunum mögulegt að komast áfram á
hjarninu er sú tækni að hleypa úr dekkjunum.
Þegar við lögðum af stað úr Reykjavík
var 25 punda þrýstingur en við minnkuðum
niður í 10 pund á leiðinni frá Hólmavík
til Veiðileysu því vegurinn var svo blautur.
Á leiðinni upp Breiðadal var farið niður
í 4 pund.
Einn jeppinn var búinn loftbyssu og pumpaði hann í
dekkin þegar auka þurfti þrýsting.
|
Reykjarfjörður
Þessi sýn blasti við okkur þegar við
vorum komnir á Búrfellsbrúnir eftir 300
til 400 metra hækkun. Frá þessum stað
til Drangajökuls eru um 25 km. |
|
Hliðarhalli
Þarna var einn tvísýnasti kafli leiðarinnar,
nokku brött brekka og milill hliðar-
halli. Við klifruðum á jeppunum upp Breiðadal
upp á Búrfellsbrúnir, 300 til 400
metra. Hér er búið að hleypa úr
dekkjum og loftþrýsingur er um 4 pund. Það
þarf vel búna jeppa til að komast þetta
og eins góða ökumenn. |
|
Við
Búrfellsbrúnirí
Krakkarni leika við hvurn sinn fingur en jeppakarlanir
eru að reyna að komast
upp. Þessi brekka var of brött, við fórum
því til hliðar en þar var nokkur
hliðar-
halli og dalur þar fyrir neðan. Þeir hafa
haft góðan húmor sem völdu nöfn
á dalina
við botn Reykjafjarðar, Breiðidalur sem við
klifruðum upp og við hlið hans er
náttúrulega Mjóidalur. Hér er
því hægt að sjá andstæður
á breiðu og mjóu.
|
|