SPOTLIGHT:
Reykjafjörður
Þórsmörk
Ferðast
á Vestfirði
Seinagengið
Heimildir
|
Vestfirðir
2001
Vestfirðir
voru kannaðir í sumarfríinu í júlímánuði
2001. Lagt var í hann frá Akureyri miðvikudaginn
18. júlí og komið um kvöldmat að tjaldstæðinu
í Hólmavík. Næsta dag var farið
yfir Steingrímsfjarðarheiði, keyrt út Djúpið
og Súðavík, Ísafjörður, Bolungarvík,
Hnífsdalur, Súgandafjörður, Flateyri og
Þingeyri heimsótt. Gist var á Hótel
Eddu, Núpi en mikil rigning var komin til okkar. Þegar
Gemlufallsheiði var keyrð og kom í Dýrafjörð
stytti upp.
Þriðji dagurinn fór í heimsókn
á Hrafnseyri og þaðan á Bíldudal,
Tálknafjörð og Patreksfjörð. Þaðan
var keyrt á Hótel Bjarkarlund og tjaldað. Veðrið
var fallegt og spegilsléttur Arnarfjörður tók
á móti okkur. Síðasti dagurinn fór
í að koma sér aftur til Akureyrar en farið
var yfir Laxárdalsheiði.
Snjóflóð komu mikið við sögu í
ferð þessari enda hrikaleg fjöll með giljum.
Árið 1995 var mikið snjóflóðaár
og féll snjóflóð á Súðavík
og fórust 16 manns, 20 fórust á Flateyri,
einn á bænum Grund í Reykhólasveit
og snjóflóð féll á bæinn
Núp í Dýrafirði. Eins rifjaðist upp
krapaflóð á Patreksfirði 1983 og í
Goðadal í Bjarnarfirði 1948 en þar fórust
6 manns. Eins fórust 20 manns Hnífsdal
1910.
Þegar
ferðast er um Vestfirði þarf að fara margar
heiðar
og hálsa. Mikil framför er í viðhaldi
á vegum og mikil vegagerð var í sumar. Nokkrar
heiðar voru malbikaðar, t.d. Gemlufallsheiði (270
m).
Mikil
fólksfækkun hefur verð á Vestfjörðum
og þegar bornar voru sama mannfjöldatölur úr
Vegahandbókinni frá 1995 og Á ferð um
Ísland 2001 bar mikið á milli allt að 10%
fækkun.
Áberandi er að mikil smábátaútgerð
hefur tekið við af togaraútgerð og ný
ólög á smábáta eiga trúlega
eftir að auka enn á vanda Vestfirðinga. Það
er soglegt.
|
Tjaldstæðið
í Hólamvík
Þessi mynd er tekin á tjaldstæðinu
í Hólmavík.
Mikill reki er á Ströndum og rólur og stafnar
hannaðir úr þessum við. |
|
Hólmavík
Séð yfir Hólamvík frá tjaldstæðinu.
Landslag þarna er mjög grænlenskt og augljóst
að ísaldarjökull hefur steypst þana
niður og myndað Steingrímsfjörð. Íbúar
401 1. des. 2000.
Á Hólmavík er merkileg Galdrasýning
sem greinir frá atburðum sem gerðust á
17. öld. |
|
Á
mótum Steingrímsfjarðarheiði og Þoskafjarðarheiði
Steingrímsfjarðarheiði (439 m) er vötnótt
heiði 41 km sem tengir saman byggðirnar við
Djúp og á Ströndum. Þoskafjarðarheiði
(490 m) liggur milli Þoskafjarðar og Steingrímsfjarðarheiðar,
tengir saman norður og suður.
|
Hálsar
og heðar á leiðinni: Ennisháls (290 m), Steingrímsfjarðarheiði
(439 m), Vestfjarðargöng-Breiðadalsleggur (199 m),
Vestfjarðargöng-Súgandafjarðarleggur (177 m),
Gemlufallsheiði (270 m), Hrafnseyrarheiði (552 m), Dynjandisheiði
(500 m), Hálfdán (500 m), Kleifarheiði (404 m),
Klettsháls (332 m), Ódrjúgsháls (160
m), Hjallaháls (336 m) og Laxárdalsheiði (200
m). Áður þurfti að fara yfir Breiðadals
(610 m) og Botnsheiði (500 m).
|
Mjóifjörður
við Djúp
Hér sér í botn Mjóafjarðar
1/3 af Mjóafjörðum á Íslandi.
Bærinn Botn er við botn fjarðarins. |
|
Garðsstaðir
við Ögur
Þarna sér í bílakirkjugarð
í túni Garðsstaða í Ögurvík.
|
|
Hestur
Hestfjörður og Folafótur. Seyðisfjörður
er handan og Kofri er til hægri. Þarna fundust
fyrstu rækjumið við Ísland. |
|
Skötufjörður
Manngerð fjárborg í Skötufirði.
Litlibær er í bakgrunni er hellutak á
þessum slóðum er afburðargott. Handan
sést í Snæfjallaströnd, Ytraskarð
og Innraskarð. Ögursnes er lengst til hægri. |
|
Þrælaborg
í Skötufirði
Við Ísafjarðardjúp má víða
finna fallega hlaðna grjótgarða, enda er efniviðurinn
nægur. Meðal annars stendur listilega hlaðin
hringlaga fjárrétt, rétt við þjóðveginn
í vestanverðum Skötufirði. Hún
heitir Þrælaborg
og segja munnmælin að hún hafi verið
hlaðin á 17. öld, að skipun Magnúsar
prúða sýslumanns, föður Ara í
Ögri. |
|
Súðavík
og Kofri
Eitt eftirmynnilegasta fjall á leiðinni, Kofri
(635 m). Í forgrunni er nýja hverfið í
Súðavík en byggðin var flutt vegna snjóflóða
sem féllu í janúar 1995. Íbúafjöldi
í Súðavík 209. Norðmenn stunduðu
hvalveiði og síldarverkun á síðustu
áratugum 19. aldar og framan af 20. öld.
Súðavík er í Álftarfirði
og innarlega í firðinum eru Svarthamrar en þar
bjó Jón Indíafari. Þetta bæjarnafn
ber nafn með rentu því hamrabelti er fyrir
ofan bæinn. Á þjóðveginum til
Skutulsfjarðar í Súðavíkurhlíð
þarf að fara í gegnum Arnarneshamar
en þar eru fyrstu veggöng landsins 30 m. kláruð
1949. |
|
Merkilegasta
húið á Ísafirði
Ekki spurning, að mínu mati merkilegasta hús
á Ísafirði, svona eiga áhugamenn
að vera.
Íbúafjöldi á Ísafirði
2.817 og 320 í Hnífsdal. |
|
Bolungarvík
Bolungarvík
undir Traðarhyrnu á Bolafjalli (638 m). Hlíðardalur
og sér í Deilir vinstra meginn. Íbúafjöldi
1. des. 2000 var 998. Vegurinn suður frá Bolugarvík
liggur fyrir Óshlíð til Hnífsdals.
Er hún snarbrött og skriðuhætt. Skemmtilegt
sjóminjasafn er í Ósvör
en þaðan er myndin tekin. Safnið í Ósvör
er endurgerð verstöð frá árabátatímanum,
ein sú elsta sinnar tegundar á landinu, og hefur
verið áhersla lögð á að halda
henni í sem upprunalegastri mynd.
Í Ósvör er verbúð, salthús,
fiskihjallar, sexæringur, dráttarspil, fiskireitur
og útihjallar sem gefa staðnum blæ liðinna
tíma. Inni við eru munir sem tilheyra árabátatímanum,
skinnklæði sjómanna og ýmis verkfæri
og munir sem voru nauðsynlegir vermönnum til daglegra
nota. Safnvörðurinn, Geir í Ósvör,
er oft í sjófötum árabátatímans
og fiskarnir hanga í trönunum. |
|
Göltur
við mynni Súgandafjarðar
Þetta formfagra fjall Göltur (445 m) er í
mynni Súgandafjarðar og bærinn sem sér
í heitir Göltur, hvað annað.
Aðkoman að Suðureyri
við Súgandafjörð er í gegnum jarðgöng
sem tekin voru í notkun 1998 en áður þurfti
að fara yfir Botnsheiði sem var í um 500 m
hæð og því erfið yfirferðar
á veturnar. Íbúar á Suðureyri
1. des. 2000 317. |
|
Hvalveiðiminjar
í Önundafirði
Kauptúnið Flateyri stendur á samnefndri
eyri við Önundarfjörð. Á Goðhóli
ofan við þorpið er sagt að hof hafi staðið
í heiðni. Á síðustu áratugum
19. aldar, á blómaskeiði hákarlaveiðanna
var mikil þilskipaútgerð frá Flateyri.
Skipstjórar og sjómenn settust þar að
og þorp tók að myndast. Enn í dag
er sjávarútvegur undirstaða atvinnulífsins,
enda eru hafnaraðstæður góðar frá
náttúrunnar hendi.
Árið 1889 kom Norðmaður að nafni Hans
Ellefsen til Önundarfjarðar og hóf rekstur
hvalveiðistöðvarinnar Sólbakka. Stöðin
veitti fjölda manna atvinnu á sumrin en hún
brann til kaldra kola 12 árum síðar. Íbúafjöldi
á Flateyri 306. |
|
Leiðigarður
í Flateyri
Verkbyrjun
haust 1996
Verklok sumar 1998
Lend leiðigarða 2 X 600m
Lengd þvergarðs 350 m
Hæð þvergarðs 10 m
Hæð leiðigarða 15-20 m
Heildarrúmmál 730.000 m3
Heildarkostnaður 350 milljónir (1998)
Séð
eftir leiðigarðinum og það ber í
smábátahöfnina og þorpið á
eyrinni. Fjallði í bakgrunni heitir Þorfinnur
( um 700 m)
|
|
Skollahvilfti
26. október 1995 kom eitt stærsta snjóflóð
sem sögur fara af hér á landi úr
þessari hvilft. Í kjölfarið hófst
uppbygging snjóflóðavarna. Markmiðið
er að tryggja öryggi fólks á Flateyri
gagnvart snjóflóðum úr Innra-Bæjargili
og Skollahvilft. Með mótun lands í snjóflóðafarvegum
og gerð leiðigaðanna er snjóflóðum
beint fram hjá þéttbýlinu í
sjó fram. Þvergarði næst byggð
er ætlað að stöðva þann snjó
sem hugsanlega getur farið yfir leiðigarðana við
aftakaaðstæður.
Mannvirkin, sem byggð eru úr jarðefnum á
svæðinu, eru með þeim stærstu sinnar
tegundar í veröldinni.l |
|
Kort
sem sýnir snjóflóðin á Flateyri
1995
Árið 1995 féll stórt snjóflóð
á Flateyri og fórust 20 manns og 29 hús
skemmdust eða eyðilögðust.. Varnargarður
var hannaður í kjölfarið og sýnir
myndin hvernig hann lítur út. |
|
Dýrafjörður
séður af Hrafnseyrarheiði
Sandafell og Mýrafell sjást þarna. Þingeyri
með 344 íbúa er handan Sandafells. Hægt
er að keyra upp fellið. |
|
Fæðingarstaður
Jóns Sigurðssonar
Hrafnseyrarnefnd lét endurgera færðingarbæ
Jóns Siguðssonar sem þar fæddis 17.
júní 1811. Fjallið í bakgrunni heitir
Ánarmúli (504 m.)
Í bustabæ Jóns Sigurðssonar er rekin
greiðasala og þar er selt kaffi með heimabökuðu
meðlæti og súpa og brauð. Hægt
er að líta fjölbreytta ljósmyndasýningu
á safni
Jóns Sigurðssonar. Sigurður G. Daníelsson
safnvörður kom skemmtielga á óvart
í minningarkapellu Jóns Sigurðssonar en
hann útskýrði allt fyrir manni sem fyrir
augu bar, söguna á bak við kapelluna, 1600
kílóa altari, steinda glugga og spilaði
að lokum ljúfa píanóballöður
einkum eftir Sigfús Halldórsson. Þetta
er persónulegasta safn sem ég hef komið
á. |
|
Hrafnseyri
Bautasteinn með Jóni Sigurðssyni, sverði
og skildi Íslands. Dynjandi og minningarsteinn um Hrafn
Sveinbjarnarson, fyrsti læknir á Íslandi.
Hann bjó á Eyri en síðan breyttist
nafnið í Hrafnseyri. Hann var veginn árið
1213 af Þorvaldi Vatnsfirðingi. |
|
Dynjandi
Einn fallegasti foss landsins. Hann er í Arnarfirði
og Dynjandisvogur er í forgrunni. Fyrir ofan er Dynjandisheiði. |
|
Reykjafjörður
í Arnarfirði
Bátur á veiðum í Reykjarfirði.
Í botni fjarðarins er sundlaug sem fær heitt
vatn úr jörðinni. Það eru 4 Reykjarfirðir
á Vestfjörðum en þessi er einn af Suðurfjörðum
Arnarfjarðar, hinir eru Geirþjófsfjörður,
Trostransfjörður og Fossfjörður. Bíldudalur
er eina þorpið í Arnarfirði
en þar bjuggu 291 1. des. 2000. Verið er að
vinna að kalkþörungaverksmiðju sem sóttir
eru í Reykjarfjörð. |
|
Minningarreitur
á Patreksfirði
Árið 1983 kom krapaflóð úr gilinu
þarna fyrir ofan og skemmdi á annan tug húsa
á Patreksfirði.
Fjórir létust í flóðinu og
var þessi minnisvarði reistur þeim til heiðurs.
Íbúar á Patreksfiði 780 og 354 á
Tálknafirði.
Bíldudalur, Patreksfjörður og Tálknafjörður
eru í Vesturbyggð og eru vestasta byggð Evrópu. |
|
Flugvöllur
í Kollafirði
Þessi "alþjóða" flugvöllur
er við Mýri í Kollafirði á Barðaströnd.
Þarna má sjá vegalendir í helstu
stórborgir heimsins. Gamalt stýrishús
er notað sem fluguturn.
Í fjarska sést í Skarðsströnd
en nær er Skálanesfjall. Firðirnir er margir
og stuttir á leiðinni og heita mögnuðum
nöfnum, Vatnsfjörður, Kjálkafjörður,
Kerlingarfjörður í framhaldi af Mjóafirði,
Vattarfjörður í framhaldi af Skálmarfirði,
Kvígindisfjörður, Kollafjörður, Gufufjörður,
Djúpifjörður, Berufjörður, Króksfjörður
og Gilsfjörður. |
|
Vaðalfjöll
Eru tveir formfagrir bergstandar sem sjást víða
að. Stutt suður frá Bjarkarlundi er vatn, Berufjarðarvatn
og munu fornmenn hafa sett silung og mun þar því
vera fyrsta fiskeldi landsins. Næsta byggð er Reykhólar
með 127 íbúa en mikil hlunnindajörð
fyrr á árum. |
Til
samanburðar er hér fólksfjöldi 1.des 2000
og síðan 1. des 1996. Fyrri dálkurinn er 2000.
Eins og sést er fólksfækkun uppá 6% en
þó er fjölgun á nokkrum stöðum.
Reykhólar, Reykhólahreppi |
127
|
137
|
Patreksfjörður, Vesturbyggð |
780
|
835
|
Tálknafjörður, Tálknafjarðarhr. |
345
|
305
|
Bíldudalur, Vesturbyggð |
291
|
277
|
Þingeyri, Ísafjarðarbæ |
344
|
374
|
Flateyri, Ísafjarðarbæ |
306
|
324
|
Suðureyri, Ísafjarðarbæ |
317
|
275
|
Bolungarvík |
998
|
1.097
|
Ísafjörður, Ísafjarðarbæ |
2.817
|
3042
|
Hnífsdalur, Ísafjarðarbæ |
320
|
315
|
Súðavík, Súðavíkurhrreppi |
209
|
241
|
Drangsnes, Kaldrananeshreppi |
105
|
97
|
Hólmavík, Hólmavíkurhreppi |
401
|
462
|
Strjálbýli á Vestfjörðum |
958
|
1.318
|
|
8.318
|
8.865
|
Heimildir:
Vegahandbókin.
|